Næring matur

Næring – Grundvöllur Sterkra Beina

Beinin eru burðarás líkamans, og rétt næring skiptir sköpum fyrir styrk þeirra og heilbrigði. Beinin innihalda ýmis steinefni sem gegna lykilhlutverki í styrk og uppbyggingu þeirra. Kalk og fosfat eru meðal mikilvægustu steinefnanna til að tryggja eðlilegan vöxt, endurnýjun og þéttleika þeirra. Án nægilegs kalks geta beinin orðið veikbyggð, brothætt og viðkvæm fyrir beinþynningu.

Til að viðhalda sterkum beinum er nauðsynlegt að fá nægilegt magn af þessum steinefnum úr fæðunni ásamt D-vítamíni, sem hjálpar líkamanum að nýta kalkið á réttan hátt. Með hollu mataræði og góðri næringu leggur þú grunn að öflugri beinheilsu – fyrir nútíðina og framtíðina.

Almennt mataræði
Almennt mataræði
Reglulegt máltíðamynstur

Að borða reglulega yfir daginn næringarríkan mat stuðlar að stöðugri orku, jafnvægi á blóðsykri og dregur úr hungri og ofáti. Algengt er að borða þrjár aðalmáltíðir á dag – morgunverð, hádegisverð og kvöldverð – ásamt einum eða fleiri millibitum eftir þörfum. Reglulegt máltíðamynstur getur einnig stuðlað að betri meltingu og dregið úr sætindaþörf.

Samsetning máltíða

Til að tryggja hollt og næringarríkt mataræði er gott að setja saman máltíðir með eftirfarandi:

  • Grænmeti eða ávexti
  • Heilkorn (t.d. gróft brauð, hýðishrísgrjón, bygg)
  • Próteingjafa (t.d. fisk, kjöt, baunir, linsur, egg, tófú, hnetur)

Fjölbreytt og vel samsett máltíð veitir líkamanum nauðsynleg næringarefni og stuðlar að góðri heilsu.



Minnkuð matarlyst
Minnkuð matarlyst

Ef fólk finnur fyrir minni matarlyst er mikilvægt að tryggja reglulega næringu yfir daginn með minni og tíðari skömmtum.

Með hækkandi aldri getur svengdartilfinning dvínað, sem getur leitt til þess að fólk borði minna og missi þyngd.

Mikilvægt er að forðast að láta orkusnauðan mat taka pláss frá næringarríkum og próteinríku fæði.

Ráð við minnkaðri matarlyst eða þyngdartapi

Borða reglulega yfir daginn:

  • Morgunverð, hádegisverð, kvöldverð og 2–3 millibita á milli mála.

Leggja áherslu á próteinrík matvæli:

  • Fisk, kjöt, egg, mjólkurvörur og baunir í máltíðum.

Í sumum tilfellum er þörf á næringarviðbót, t.d. næringardrykkjum:

  • Næring+, Nutridrink, Resorse.


Ráðleggingar um mataræði
Ráðleggingar um mataræði

Ráðleggingar um mataræði frá Embætti Landlæknis má finna hér:

Ísland.is - Ráðleggingar um mataræði