
Um vefinn
Sigríður Björnsdóttir heiti ég og er innkirtla- og efnaskiptalæknir í Heilsuklasanum. Ég hef unnið með fjölda sjúklinga með beinþynningu og reynsla mín í meðhöndlun beinþynningar sýnir hversu mikil þörf er á aðgengilegri fræðslu um forvarnir og meðferð.
Markmið þessarar vefsíðu er að miðla fræðslu um beinþynningu og hjálpa fólki að styrkja beinin – með góðri næringu, reglulegri hreyfingu og réttri meðferð – til að minnka líkur á beinbrotum.
Til að skapa aðgengilegt og traust efni fékk ég til liðs við mig frábæra sérfræðinga á ýmsum sviðum:
Hreyfing: Lars Óli Jessen & Elín Sigurðardóttir, íþróttafræðingar, Heilsuklasinn.
Næring: Thelma Rut Grímsdóttir, næringarfræðingur, Melting og vellíðan.
Uppsetning & tæknimál: Björn Andri Pálsson & Elsa Hauksdóttir
Textavinna: Hildur Einarsdóttir.
Æfingamyndbönd & reynslusögur: Dóra Johnsen Atladóttir, Guðný Hrönn Þorsteinsdóttir, Haukur Svavarsson & Hanna Pálsdóttir.
Markmið síðunnar er að veita gagnlegar upplýsingar og stuðla að betri beinheilsu. Síðan verður reglulega uppfærð með nýjustu fræðslu.
Vonandi nýtist hún sem flestum.

Sigríður Björnsdóttir
Innkirtla- og efnaskiptalæknir
Lars Óli Jessen
Íþróttafræðingur
Thelma Rut Grímsdóttir
Næringarfræðingur
Elín Sigurðardóttir
Íþróttafræðingur
Björn Andri Pálsson
Forritun og tækni